Associazzione Calcio Milan voru að senda frá sér fréttatilkynningu þar sem greint er frá því að Fatih Terim hefur verið leystur frá störfum sem þjálfari AC Milan. Í stað hans hefur verið ráðinn Carlo Ancelotti og er samningurinn til 3 ára.
Þetta kemur í kjölfar háðulegs taps sem Milan urðu fyrir gegn næst-neðsta liðs deildarinnar, Torino, og ekki má gleyma jafntefli á heimavelli gegn Bologna þar áður. Berlusconi & Galliani hafa greinilega misst þolinmæðina (eða farið á taugum ?!) og ekki þorað að halda áfram við svo búið. Mér hefur persónulega þótt mesta áhyggjuefnið að liðinu er fyrirmunað að koma knettinum í netið ef Shevchenko er ekki með. Þetta er alltílæ þegar Sheva spilar, af því hann er náttúrulega besti striker í heimi, en þegar hann þarf að hvíla þá gengur ekkert. Það er bara vonandi að Ancelotti finni lausnina. Forza Milan!