Fréttavefurinn BBC segist hafa heimildir fyrir því að gengið hafi verið frá því að Andriy Voronin sem er framherji Bayer Leverkusen í Þýskalandi og úkraínska landsliðsins í knattspyrnu, gangi til liðs við enska félagið Liverpool í sumar. Hann hafi komist að samkomulagi um fjögurra ára samning við Liverpool. Samningur hans við Leverkusen rennur út í vor.