Enn versnar útlitið hjá Ronnie Johnsen, en allt útlit er fyrir að hann verði að leggjast á skurðarborðið vegna meiðslanna sem hann varð fyrir gegn Deportivo La Coruna.
Í fyrstu var talið að Johnsen hefði teygt liðbönd í hné, en við nánari athugun kom í ljós að hann hafði slitið sin í hægra hné.
Johnsen leikur því líklega ekki meira með á þessari leiktíð, og allt eins er víst að hann leiki ekkert fyrr en í febrúar á næsta ári.



Dwight Yorke segist ætla að fara frá Manchester United fái hann ekki að spila með liðinu.
“Allt í lagi, kannski steig ég nokkur feilspor á seinustu leiktíð. En ég tók mig virkilega á í sumar og taldi mig vera í fínu formi á undirbúningstímabilinu. Ég þarf bara nokkra leiki til þess að sanna mig. Þeim mun lengur sem ég er utan liðsins, því meira verður mér það ljóst að framtíð mín liggur annars staðar. Það er ekki það sem ég vil, því ég elska Manchester United, mér finnst bara skemmtilegra að spila fótbolta.
”Ruud van Nistelrooy er svo sannarlega snjall að þefa uppi mörk. Það væri frábært að fá að spila með honum! Ég vona bara að ég fái tækifærið því ég ætla mér svo sannarlega að nýta það."


Fær hann nú tækifæri