Ég lenti í smá rifrildi um daginn. Maður sem er ágætur í knattspyrnu, fylgist með og svona, hélt því fram að Christiano Ronaldo væri bara einfaldlega besti fótboltamaður heims í dag.
Okei, hann má eiga það að hann er góður, ótrúlega fljótur og teknískur og á af og til frábærar sendingar.
En það breytir því ekki að hann gerir nánast alltaf sömu brögðin með fótunum og fer mjög sjaldan alveg fram úr leikmönnum, heldur svona við hliðina á þeim og dettur svo kannski af því að það var blásið á hann af þriggja metra færi.
Ef þið skoðið klippur af honum á Youtube eða metacafe eða álíka, svona “Ronaldo vs. Ronaldinho” sér maður greinilega að Ronaldinho veit alltaf hvað hann er að gera, fer framhjá leikmönnum og sendir geðveikar sendingar eða skorar sjálfur. Ronaldo kemst stundum framhjá mönnum, endar svo með afleitu skoti eða lélegum sendingum sbr. þetta video:

http://www.youtube.com/watch?v=v4MvaVumvTw

Þarna dettur hann svona 10 sinnum í klippunni og skorar einu sinni, samt er þetta gert að aðdáenda af Ronaldo?
Svo ég spyr, hvað finnst fólki hérna um Christiano Ronaldo?
Er hann stórgóður leikmaður eða bara einhver ræfill?


P.s: Ég veit að drengurinn er bara 20 ára eða eitthvað en hann vill láta líta stórt á sig þannig að ég ber hann bara saman við besta leikmann allra tíma.

Bætt við 14. desember 2006 - 23:59
Og já btw, ég er United maður, þannig að það komist á hreint. Bara hreinlega þoli þennan mann ekki.