Sjö leikir í ensku knattspyrnunni
Sjö leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni knattspyrnunni og er von til þess að fjórir Íslendingar komi við sögu. Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Chelsea mæta Leicester, liði Arnars Gunnlaugssonar, Bolton, lið Guðna Bergssonar, tekur á móti Newcastle og loks fær Hermann Hreiðarsson að taka á Everton með félögum sínum í Ipswich. Stórleikur dagsins er þó án efa viðureign Liverpool og Leeds United á Anfield í morgunleiknum. Leeds hefur gengið vel það sem af er en gengi Liverpool hefur verið misjafnt. Leeds vann báðar viðureignir liðanna í fyrra. Síðdegisleikurinn sem ber að fylgjast með er heimsókn meistara United til Sunderland.
Leikir dagsins: Liverpool-Leeds kl. 11
Bolton-Newcastle kl 14.
Charlton-Middlesborough kl. 14
Chelsea-Leicester kl. 14
Ipswich-Everton kl. 14
Southampton-Arsenal kl. 14
Sunderland-Manchester United kl. 14.
