Þar sem ég hef ennþá ekkert að gera og þessi korkur er nánast dauður þá ætla ég að gera þráð eins og ég gerði á enska boltanum og ítalska boltanum.

Hér á eftir ætla ég að skrifa mitt lið og svo fyrir neðan set ég útskýringar, t.d afhverju þessi þar o.s.frv.

Ég veit að ég er að sleppa mörgum eins og Beckham og Overmars og Petit og Guti og allt það þannig að þið þurfið ekkert að koma með comment eins og “Afhverju ekki Robinho?” eða “Afhverju ekki Saviola?”.

Hérna kemur liðið:

———————Casillas(Mad)————————-
Reiziger(Bar)—-Nadal(Bar)—-Puyol(Bar)—-Carlos(Mad)
———————————————————-
Figo(Mad/Bar)——-Zidane(Mad)—Aimar(Val)—–Exteberria(Atl.Mad)
—————————————————————-
——————Eto'o(Bar)——–Raul(Mad)———-

Markmaður

Iker Casillas - Var aðal markvörður spænska landsliðsins í nokkur ár og mér finnst hann hafa verið besti markvörður sem spilað hefur á Spáni síðustu 10 ár

Varnarmenn

Michael Reiziger, Charles Puyol & Miguel Nadal - Allt mjög góðir leikmenn sem hafa spilað með landsliðum oft.
Roberto Carlos - brasilískur landsliðsmaður sem hefur verið í byrjunarliðinu í c.a 12 ár og hefur spilað mjög vel.

Miðjumenn

Luis Figo & Zinedine Zidane - Hafa báðir unnið mörg knattspyrnuverðlaun og eru báðir mjög frægir ekki síst fyrir skalla :D
Juan Pablo Aimar - Vanmetinn (að mínu mati), argentískur landsliðsmaður sem hefur (að mínu mati) verið að standa sig vel bæði með landsliði og félagsliði
Exteberria - Gamla kempan hann Exteberria, spilaði og spilar ennþá með Atletico Madrid og var á sínum tíma einn efnilegasti knattspyrnumaður Spánar.

Sóknarmenn

Raul - Fyrirliði spænska landsliðsins og leiðtogi þess síðustu ár þótt hann sé farinn að verða gamall greyið
Samuel Eto'o - Markaskorari frá Kamerún