Þar sem að ég er veikur og hef ekkert að gera þá ætla ég að gera samskonar þráð hér og ég gerði á enska bolta korknum.

Hér á eftir ætla ég að skrifa mitt lið og svo fyrir neðan set ég útskýringar, t.d afhverju þessi þar o.s.frv.

Ég veit að ég er að sleppa mörgum þannig að þið þurfið ekkert að koma með comment eins og “Afhverju ekki þessi?” eða “Afhverju ekki hinn?”.

Hérna kemur liðið:

—————Buffon(Juv)———————————–
J.Zanetti(Int)—Cannavaro(Juv)—Costacurta(Mil)—Maldini(Mil)
———————-Pirlo(Mil)————————
—————Totti(Rom)——–Gattuso(Mil)———–
———————-Baggio(Fio/Bre)——————-
———–Shevchencko(Mil)——DelPiero(Juv)———-



Bætt við 21. nóvember 2006 - 19:31
Útskýringar

Markmaður

Gianluigi Buffon - Einn besti markmaður heims ef ekki sá besti, hefur verið lykilmaður í liði Juventus og ítalska landsliðsins.

Varnarmenn

Javier Zanetti - Frábær, argentískur landsliðsmaður og hefur verið lykilmaður í Inter og argentíska landsliðinu.
Fabio Cannavaro - Snillingur, kosinn maður HM 2006 og svo var hann að fá önnur verðlaun nuna á dögunum fyrir að vera besti knattspyrnumaður Evrópu 2006 minnir mig. Hann er mjög lágvaxinn en vinnur langflesta skallabolta. Hann var gerður fyrirliði ítalska landsliðsins eftir að Paolo Maldini hætti í landsliðinu.
Alessandro Costacurta & Paolo Maldini - Gamlir kappar, þó eru þeir ennþá í AC Milan. Þeir voru í landsliðinu saman og náðu í úrslit á HM 94 og EM 2000. Maldini var fyrirliði ítalska landsliðsins í langan tíma.

Miðjumenn

Francesco Totti - Þarf ég að segja eitthvað?
Andrea Pirlo - Mjög góður “playmaker”, sannaði sig á HM 2006 með sínum gullsendingum og er bara frábær leikmaður.
Gennaro IvanGattuso - Harður nagli sem er óhræddur við að æða í tæklingar og háskabolta. Alvöru maður!
Roberto Baggio - Vá…þessi frábæri knattspyrnu maður…hann var aðalmaður Ítalíu áður fyrr, eins konar Totti. Frábær víti go aukaspyrnur, kosinn knattspyrnumaður Evrópu

Sóknarmenn

Andryi Shevchencko - Fyrirliði úkraínu og helsti markaskorari ítalska boltans á seinustu árum, var nýlega seldur til Chelsea.
Alessandro Del Piero - …..