Halló..! mig langar bara að sjá hvernig ykkar “Draumalið” síðustu 10 ára úr enska boltanum er.

Hér á eftir ætla ég að skrifa mitt lið og svo fyrir neðan set ég útskýringar, t.d afhverju þessi þar o.s.frv.

Ég veit að ég er að sleppa mörgum eins og giggs og shearer og rooney og scholes og allt það þannig að þið þurfið ekkert að koma með comment eins og “Afhverju ekki wright?” eða “Afhverju ekki Drogba?”.

Hérna kemur liðið:

—————Schmeicel(Man)———————————–
Neville(Man)—Adams(Ars)—Keown(Ars)—Winterburn(Ars)
—————————————————————-
Beckham(Man)——-Ince(Liv)——Keane(Man)——-Overmars(Ars)
—————————————————————-
———————Henry(Ars)———–Cantona(Man)———-

Já veit að þetta er frekar einhæft en það hafa einfaldlega ekki verið nein betri lið. Svo er ég að sleppa mönnum eins og Parlour(Ars) Petit(Ars) og Vieira(Ars). Og Gerrard(Liv) Lampard(Che).

Hérna er svo afhverju ég valdi hvern:

Markmaður

Peter Schmeicel - Einfaldlega einn besti markvörður allra tíma. Langur og nær því í marga bolta, sterka vöðva og kastar og sparkar mjög langt.

Varnarmenn

Gary Neville, Martin Keown, Tony Adams og Nigel Winterburn - Voru í bestu vörn evrópu árið 2000 og það vantar bara Lee Dixon en mér finnst Gary Neville vera betri.

Miðjumenn

David Beckham - Var fyrirliði manchester og enska landsliðsins og einn besti aukaspyrnu “sérfræðingur” heims.
Paul Ince - Man eftir þessum gæja sem stórum og stæðilegum miðjuklumpi sem þorði alltaf í tæklingarnar, hann er uppáhalds leikmaðurinn minn fyrir utan Paolo Maldini, Tony Adams og David Seaman.
Roy Keane - Þarf ég að segja eitthvað?
Marc Overmars - Hraður, góður leikskilningur, góð tækni og marg meira sett saman verður Marc Overmars. En hann hljóp hraðast í allri deildinni og ég sakna hans :þ.

Sóknarmenn

Thierry Henry - Markahrókur ensku deildarinnar og hefur örugglega unnið fullt af besti knattspyrnumaður heims/evrópu/frakklands/englands eða eitthvað svoleiðis, hann er einfaldlega GEÐVEIKUR.
Eric Cantona - Vá … snilld …

Bætt við 21. nóvember 2006 - 18:48
úps þetta með beckham og fyrirliða dæmið í manc:):$