Já, mitt lið Lazio er að standa sig þokkanlega og eru komnir í efri hluta deildarinnar eftir 1-4 burst gegn Messina. Hitt Rómarliðið var heldur betur í stuði og unnu Catania 7-0 og voru komnir í 7-0 eftir aðeins 70 mínutur þannig að ég hélt að þeir myndu bæta við. Þeir voru reyndar manni fleirri mest allan leikinn.
Inter vann og Palermo tapaði þannig að það er allt í járnum þarna á toppnum.
Ac milan virðast ekkert ætla að fara að rétta úr kútnum. Þeir náðu ekki einu sinni að skora gegn Empoli í gær en leikurinn fór 0-0.
Ég spái því að Roma komist á toppinn innan tíðar þar sem þeir virðast vera heitir. Búnir að vinna 4 í röð og Totti í góðum gír.