Tekið af www.fotbolti.net

Harry Kewell, kantmaður Liverpool, er viss um að hann muni koma aftur til leiks betri en nokkurn tímann, en hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða á tá eftir Heimsmeistaramótið í sumar.

,,Engin spurning, ég mun koma til baka sterkari, hraðari og í betra formi. Ég hef verið í burtu í langan tíma og ég er hungraður í að koma til baka, mér hlakkar mjög til þess,” sagði Kewell.

,,Ég get gengið um núna en ég verð að fara mjög, mjög varlega. Það verða að líða nokkrar vikur áður en ég get gert eitthvað. Ég er í smá sársauka núna en ég býst við því að verða í lagi eftir nokkra daga.”

Þá sagðist Kewell vera þakklátur Liverpool sem hefur staðið með honum í gegnum þau erfiðu meiðsli sem hann hefur lent í á meðan dvöl hans á Anfield hefur staðið yfir.

,,Við höfum rætt allt síðan ég kom hingað. Þeir vita upp á hár hvað ég er að gera og þannig viljum við hafa það, við viljum hafa allt opið. Þeir hafa verið frábærir í gegnum allt,” sagði Kewell að lokum.

Er það bara ég, eða er eitthvað gruggugt við þetta.