Úff, spennandi umferð. Lið uppí 5. sæti gátu fallið í dag. Grindavík féllu í fyrsta skiptið úr Landsbankadeildinni. KR-ingar tóku svaka lokasprett í leik sínum gegn Val og náðu 2. sætinu og er ég sáttur!

En ég verð að segja það að mér hefði brugðið ef að ÍA hefði fallið því að þetta er lið sem að á ekki heima í 1. deild.

Það kom mér á óvart að sjá Breiðablik taka Keflvíkinga í kennslustund og sömuleiðis að sjá ÍBV taka Fylki.

Svo er bara að sjá hvernig HK og Fram spjara sig í Landsbankadeildinni að ári. Ég held að það verði KR ár næsta ár.