Jæja nú er Enski boltinn kominn inn á Digital dreifikerfið og við fyrstu sýn virðast þetta vera þrjár rásir sem Skjár Sport fær á digital lyklinum. Ég er feginn þessu því að ég næ ekki Síma-ADSL hér þannig að þetta er eina leiðin fyrir mig að sjá Enska boltann. Mér líst þó ekkert sérstaklega á myndgæðin því digital-pixlarnir láta mikið á sér bera, eiginlega bara alltaf! Ég er reyndar með lágt merki á Digital lyklinum, S:67% og Q:40%. En svona er þetta reyndar líka hjá mér á Sýn, og ekki hefur það áhrif á myndgæðin á þennan hátt. Gaman væri að vita hvort fleiri prófuðu að fá sér enska gegnum Digital-kerfið (Athugið að það þarf að hringja í Landssímann, ekki Digital Ísland) og þá hvernig myndgæðin koma út hjá þeim.