Jæja, ég held að það sé kominn tími til að hætta að sýna Liverpool í beinni alltaf. Enn einn 0-0 og bragðdaufur leikur í meistaradeildinni. Þetta var svona líka hjá þeim í fyrra og þá sýndu eiginlega alla leikinna þeirra.
Svo verð ég líka bara að kvarta yfir gæjunum í íþróttadeildinni. Ég var að sjálfsöðu mun spenntari fyrir að sjá Barcelona leikinn heldur en Liverpool og ætlapi ap horfa á hann eftir á. En þegar um 40 min voru búnar af L´pool leiknum þá skipti ég yfir á Sirkus til að gá hvort Seinfeld væri byrjað, en þá voru fréttirnar og verið að sýna mörk og færi úr leikjunum sem höfðu komið þessar fyrstu 40 min. en sem betur fer sá ég bara einhvern skalla hjá Chelsea en það hefði getað farið verr.
Svo þegar leikurinn hjá Liverpool var búinn þá horfði ég á þegar mörkin úr örðum leikjum voru sýnd. fullt af flottum mörkum og svona. En svo kemur Höddi allt í einu og segir að Barcelona hafi farið létt með sinn leik, án þess að vara fólk við sem ætlaði kannski að horfa á leikinn. Það var böggandi.