Jæja loksins segi ég nú bara.. búinn að halda uppa á Seriu-A lengi og loksins að njóta aðeins af knattspyrnunni þar á bæ þar sem að ítalski boltinn er kominn á skjásport.

Jú jú sumir segja að botninn sé aðeins farinn úr þessu en mér finnst það ekki því það er ekki nógu mikil umfjöllun um leikina hérna á klakanum. Og svo er búið að skora mest á Ítalíu seinustu 2 ár og tala nú ekki um að ítalia urðu heimsteistar í sumar og spila megnið af því liði á ítaliu en hvað 2-3 leikmenn fóru annað.
Hvernig spá menn svo þessu í vetur? ég eiginlega þori ekki að segja það en held að Inter taki þetta og Roma rétt á eftir..

En annars vona ég að liði minu Roma eigi eftir að ganga sem allra best og Totti mun svoleiðis eiga tímabilið :D
Forza Roma

Takk fyrir mig….