Heil og sæl kæru knattspyrnu áhugamenn.

Ég skrifa hér í flýti því þetta mál er mér ofarlega í huga þessa stundina.

Ísland - Norður-Írland er núna í spilun þegar ég skrifa þessi orð en því miður þá verð ég að horfa á leikinn ruglaðann þar sem ég er ekki með sýn. (nenni heldur ekki á sportbarina í þetta skipti)
Þannig er það að þar sem þetta er landsleikur, þar sem okkar menn eru að spila í fótbolta, okkar eigið blóð, fulltrúar okkar í boltanum, þá finnst mér að landsleikir ættu verða afruglaðir!

Það á enginn að þurfa að borga áskrift á einhverri sjónvarpsrás fyrir að fá að sjá strákana sína spila fótbolta! Mér finnst þetta vera agalega illa gert af forráðamönnum sýnar hafa ekki landsleiki opna. Einnig er ég mjög ósáttur við KSÍ fyrir að hafa ekki beitt sér til þess að fá landsleiki gjaldfrjálsa í sjónvarpinu.

Ég spyr ykkur, kæru íslendingar. Hver er afstaða ykka? Ég get sagt ykkur það að ég er orðinn þreyttur á að beygja mig niður og leyfa sýn að taka mig/þjóðina í rassgatið.
Ég er kominn á það stig að senda Sýn og KSÍ bréf. Og það bréf verður enn betra en bréfið sem ég sendi Rauðsokkum á tímabili.
Sjá grein hér: http://www.hugi.is/kynlif/articles.php?page=view&contentId=2329945
Nota bene, verður að vera 14 ára til að komast inn á /kynlif. Ef þú vilt greinina þá get ég sent hana í póst til þín ef þú bara sendir mér skilaboð.
osomness