3. flokkur karla hjá HK tók þátt í hinu risastóra sænska móti Gothia Cup dagana 17.-22. júlí 2006. Alls fóru 29 strákar utan og léku í tveimur liðum, 1990 og 1991. Eldra árið komst í A-úrslit eftir að hafa lent í öðru sæti í sínum riðli en féll út í 1. umferð í úrslitakeppninni. Yngra árið fór í B-úrslit eftir að hafa lent í þriðja sæti í sínum riðli og gerði sér lítið fyrir og vann þar alla sex leiki sína og stóð uppi sem sigurvegari.


HK-ingar á yngra ári í 3. flokki sigruðu í dag skoska liðið Lanzie Youth Club, 3-0, í B-úrslitaleik á Gothia Cup, stóra unglingamótinu í Gautaborg. Þetta var úrslitaleikur í keppni þeirra 86 liða sem ekki komust í A-úrslitin í þessum árgangi en samtals tóku 170 lið í 42 riðlum þátt í keppni stráka sem fæddir eru 1991.

HK-strákar sýndu mjög sannfærandi leik gegn Skotunum og Hreinn Bergs kom þeim yfir snemma með laglegu skallamarki. Atli Karl Bachmann bætti öðru markinu við með góðu skoti eftir aukaspyrnu og Hreinn innsiglaði sigurinn með öðru marki sínu, úr vítaspyrnu, 3-0.

“Strákarnir hafa vakið mikla athygli fyrir gott spil í leikjum sínum og það hefur undantekningarlaust gerst eftir alla leiki að þjálfarar mótherjanna hafa komið og hrósað okkar liði mjög fyrir hve góðan fótbolta það leikur. Í heild hefur þetta verið mjög vel heppnuð ferð og strákarnir hafa verið sjálfum sér og félaginu til sóma, innan vallar sem utan,” sagði Halldór K. Valdimarsson fararstjóri við HK-vefinn.

Eldra árs lið HK, skipað strákum fæddum 1990, lenti í öðru sæti í sínum riðli. Alls tóku 187 lið þátt í þeim árgangi og þeim var skipt í 45 riðla. HK var eitt þeirra 90 liða sem fóru í A-úrslitin en tapaði fyrir mjög sterku þýsku liði, Angeln, 4-2 í fyrsta leik í útsláttarkeppninni og var þar með úr leik eftir að hafa spilað fjóra leiki. Yngra árið lék hinsvegar níu leiki á mótinu.



Svo eru myndir sem er hægt er að skoða á www.hk.is og þær eru hérna
Ef að þrír verður af fjórum, og fjórir af sex, verður þá sex af fjórum? Nei sex verður átta!