Þetta er tekið af fótbolta.net og mér finnst alveg fáranlegt hvað er í gangi. þetta á ekki að gerast á Íslandi og ekki í heiminum en hér er þetta:

Andrew Mwesigwa leikmaður ÍBV segir í viðtali við Eyjafréttir að hann hafi orðið fyrir aðkasti frá leikmanni FH í leik liðanna í sumar, en eins og greint hefur verið frá kölluðu stuðningsmenn FH fúkyrðum vegna húðlitar Mwesigwa.

,,Leikmaður sem ég var talsvert að kljást við sem sýndi leiðinlega framkomu í minn garð. Við áttumst við í eitt skipti og ég vann af honum boltann með því að tækla hann,“ sagði Mwesigwa í samtali við Eyjafréttir.

,,Dómarinn dæmdi ekkert og kannski var það brot, ég veit það ekki en eftir að ég hafði komið boltanum frá mér sneri ég mér við og bauðst til að hjálpa honum á fætur. Hann brást hins vegar við með því að kalla mig svartan apakött.” hélt Mwesigwa áfram í viðtali við Eyjafréttir.

,,Þetta hafði auðvitað áhrif á mig en ég er kristinn maður og samkvæmt því ákvað ég strax að fyrirgefa honum. Ég var auðvitað leiður en hristi það af mér og ég held að ég hafi staðið mig vel í leiknum,” sagði Andrew að lokum. Hann sagði að þetta væri í eina skiptið sem hann hefði orðið fyrir svona árás.