Jæja ég er nokkuð sáttur með þetta svona. Sevilla þarf að sætta sig við að reyna halda titlinum á næsta ári, þ.e.a.s. UEFA CUP.
Mjög skemmtilegur leikur, Sevilla - Real Madrid, sem endaði 4-3 með tveimur mörkum frá meistara Beckham og einu frá meistar Zidane að hálfu Madrid manna.
Jesus Navas skoraði með þrumuskoti, Saviola setti tvö eftir slakan varnarleik og Luis Fabiano skoraði það fjórða.

Mörkin hefðu auðveldlega getað orðið fleiri frá báðum liðum, m.a. var eitt dæmt af Sevilla, og Cicinho hefði mátt vera óeigingjarni og skotið aðeins minna úr hálffærunum.


Þar sem Osasuna vann Valencia 2-1 þá endaðu öll liðin í sömu sætunum og þau hófu leikinn í og þar með komast Barcelona og Real Madrid beint í Meistaradeildina en Valencia og Osasuna þurfa að fara í umspil á meðan Sevilla, eins og áður var getið, hefja titilvörnina á næsta tímabili í UEFA CUP.

Þess má geta að David Villa náði að setja eitt mark í uppbótartíma og því er hann búinn að jafna Eto'o með flest mörk skoruð og eru þau 25 talsins.

Þá er ljóst að Luca Toni fær gullskóinn, nema Eto'o skorar sexu:/
Veit ekki alveg hvort að Henry verður í 2. sæti ef þetta endar eins og þetta er núna því Huntelaar er nefnilega búinn að skora 35 mörk en þau gilda nefnilega minna, veit samt ekki hve mikið minna.
Þori allavega að segja að Luca Toni, Tierry Henry og Klaas Jan Huntelaar eru á toppnum, hef ekki trú á Eto'o:p


Við fáum allavega að sjá þessi lið í Meistaradeildinni eftir 4 mánuði og vonandi öll í riðlakeppnunum.

England:
Chelsea
Man Utd
Liverpool
Arsenal

Spánn:
Barcelona
Real Madrid
Valencia
Osasuna

Ítalía:
Juventus
AC Milan
Inter
Fiorentina

Þýskaland:
Bayern Munchen
Werder Bremen
Hamburg

Frakkland:
Lyon
Bordeaux
Lille

Holland:
PSV
Ajax

Smá yfirlit í lokin.
Það var smá tæpleiki í þýsku og ítölsku deildinni en öll liðin í þessum deildum náðu að verja deildina ef mér skjátlast ekki og í flestum þeirra nokkuð öruggt. Mesta spennan um sæti finnst mér hafa verið í ítölsku deildinni því liðin voru að berjast um hvert sæti fram að síðustu umferð en ég held að enska hafi verið sú slakasta þar sem úrslitin voru nokkuð ljós þegar…jaa, segjum 9 umferðir voru eftir. Heldur ekkert mikið skorað neitt þar á bæ fyrir neðan topp 4 sem og í Þýskalandi.


Þar sem ég skrifa þetta 16. maí þá spái ég Barcelona 3-1 sigri á morgun:)

Þetta átti bara fyrst að vera korkur en varð að óvenjulegri grein (ef illA leyfir:)
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”