Steve McClaren ráðinn landsliðsþjálfari Englands

Steve McClaren, knattspyrnustjóri enska liðsins Middlesbrough, hefur verið ráðinn þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu og tekur hann við af Svíanum Sven-Göran Eriksson eftir heimsmeistaramótið í sumar. Stjórn enska knattspyrnusambandsins staðfesti þetta við Sky sjónvarpsstöðina nú síðdegis en stjórnarfundur var haldinn í dag.

McClaren kom í höfuðstöðvar knattspyrnusambandins eftir stjórnarfundinn en þar beið fjöldi fréttamanna og ljósmyndara.

„Þetta er mesti heiður sem nokkrum þjálfara er sýnt og er augljóslega hátindur míns ferils,“ sagði McClaren. „Þetta er mikil áskorun sem ég fagna.”

heimild. wsww.enski.is