Hvers vegna í ósköpunum er Edgar Davids tekinn fram yfir Clarence Seedorf í hollenska landsliðið? Seedorf hefur verið með betri mönnum eins besta liðs Evrópu í vetur á meðan að Davids hefur skitið vel og vandlega á sig hjá Spurs. Ef að þið kíkið á spjallborð íslenska Tottenhamklúbbsins þá er minnst á það í þriðja hverjum póst hvað Davids hefur verið lélegur í vetur. En nei, Marco Van Basten tekur endanlega útrunna og myglaða mysu fram yfir mann á hátindi ferilsins, 29 ára gamall og í feiknaformi er Seedorf ekki nógu góður.

Og til að taka allan vafa af um það þá held ég með Juventus. Ég er bara hneykslaður á þessu liðsvali.