Ég er soldið pirraður á þessu kjaftæði í sjónvarpsmönnum.
Afsakið ef ég er soldið ósanngjarn og pirraður.
En ég fatta ekki hvernig fjölmiðlar geta sagt að Arsenal fari fyrir Englandi í Meistaradeildinni, þar sem það er eina “enska” liðið eftir í Champ League.
En það er bara alger sýra og steypa.
Hvernig getur lið, sem er með færri enska leikmenn í byrjunarliðinu en Real Madrid frá Spáni, farið fyrir landi ef það er ekki með snefil af enskum leikmönnum í hópnum.
Ég hef ekkert persónulega á móti “útlendingum”, en Arsenal er bara með aaaaallllltttooofff marga útlenska leikmenn hjá sér.
Mér finnst að það ætti setja reglur um hve margir uppaldir og enskir leikmenn séu í hverju liði.
Það er meira segja verið að kanna það mál, og hver veit, kannski er “þak” á útlenska leikmenn í ensku deildinni í framtíðinni.
Og þá er Chelsea og Arsenal í djúpu taði, among others.
Allavega er ég á móti þeirri stefnu, ef það skal kalla, hjá Arsenal að kaupa fullt af frönskum og bara útlenskum leikmönnum.
Það er ekki hægt að kalla það enskan fótbolta ef engin Englendingur er í liðinu.
Punktur, þetta er mín skoðun á þessu máli.

Og vinsamlegast sparið skítaköstin, þó ég bjóði uppá þau :S