Þótt FIFA hafi sett Glasgow Celtic og Rangers stólinn fyrir dyrnar með það að ganga í ensku úrvalsdeildina þá hafa knattspyrnuerindrekar þar í landi ekki gefist upp á því að koma þessum skosku liðum í enska boltann.

Nú er verið að athuga þann möguleika á að fá Celtic og Rangers til þess að taka þátt í enska deildarbikarnum. Viðræður eru hafnar við við þá sem með málið hafa að gera og er niðurstöðu að vænta fljótlega.

Deildarbikarinn hefur verið hunsaður af stærstu liðum Englands undanfarin ár með því að þau senda varaliðin til leiks og þar af leiðandi hefur það ekki þótt merkilegt að vinna þá dollu.

Forystumenn knattspyrnumála í Englandi telja að það geti lyft keppninni á hærra plan ef Celtic og Rangers verða með.

djofull væri það flott!!!!!!!1