Það voru heimamenn í Ajax sem höfðu sigur á Amsterdam-mótinu eftir sannfærandi 3-1 sigur á Liverpool í lokalek mótsins á laugardaginn. Nikos Machlas kom Ajax yfir eftir 35 mín. en Robbie Fowler svaraði fyrir Liverpool skömmu síðar. Í síðari hálfleik sást berlega að Ajax menn eru í mun betra formi en Púllarar og bættu þeir við tveim mörkum, Machlas skoraði sitt annað mark og Georgíumaðurinn Shota Arveladse skoraði það þriðja.
Fyrr um daginn sigruðu Valencia lið AC Milan 2-1 þar sem Kily Gonzales tryggði Spánverjunum sigurinn með marki úr vítaspyrnu í blálokin. Öll liðin unnu því einn leik, en markatala Ajax var hagstæðust og því stóðu þeir upp sem sigurvegarar mótsins við mikinn fögnuð fjölmargra áhorfenda
