Já, ég er búinn að fá mig nokkurn veginn fullsaddann af þessum leikjum sem Sýn kýs að sýna í beinni útsendingu í meistaradeildinni. Ég veit að ég verð ekkert að horfa á þá en að þeir skulu sýna Liverpool - Chelsea sem er með 0-0 written all over it, bæði liðin örugg áfram og það hafa allir leikirnmir hjá þeim í keppninni verið leiðinlegir í staðinn fyrir að sýna Ac Milan - Schalke þar sem bæði liðin eru í bullandi baráttu við PSV um að komast upp úr riðlinum og fyrri leikurinn var bráðskemmtilegur og fór 2-2 með ca. 30x fleiri færum en fyrri leikurinn hjá Chelsea og Liverpool. Hvenær hættir þessi dýrkun íslendinga á enska boltanum? Ég skil þetta ekki.
Og hvað er búið að sýna marga leiki úr Man.Utd riðlinum? Örugglega svona 7 af 10 og það er búið að skora 8 mörk í þessum 10 leikjum, skemmtilegir leikir þar á ferð á meðan það er búið að skora yfir 20 mörk í riðlinum sem Barcelona er í.
Ég er lika búinn að fá nóg af þeirri afsökun að það séu bara svo margir stuðningsmenn enskra liða á íslandi og þess vegna séu alltaf sýndir leikir með þeim. Segjum sem svo að 20% fótboltaáhugmanna á íslandi séu ManUtd menn. Þá vilja hin 80% örugglega sjá leik með Barcelona eða eitthvað álíka. Þetta er glatað, þá sérstaklega fyrir mig sem bý á vestfjörðum og er ekki með sýn extra þar sem allir skemmtilegu leikirnir eru yfirleitt sýndir.