Fyrirliði Manchester United til margra ára, hinn írski Roy Keane, hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika fyrir félagið, eftir 12 og hálft ár.

Umboðsmaður Keane og David Gill, stjórnarformaður Manchester United komust að þessari niðurstöðu eftir fund í morgun, en þetta eru mjög óvænt tíðindi og koma eins og köld vatnsgusa framan í stuðningsmenn liðsins.

“Roy hefur verið stór partur af sögu félagsins í meira en áratug. Leiðtogahæfileikar hans, ákveðni og hæfileikar hafa gert hann að einum þeim besta í boltanum og við óskum honum alls hins besta,” sagði Gill.

“Í tíð minni hjá félaginu hef ég leikið með nokkrum af bestu leikmönnum heimsins og við höfum haft bestu stuðningsmenn í heiminum. Ég hef alltaf reynt að gera mitt besta fyrir félagið og knattspyrnustjórann og ég vil senda leikmönnum, starfsfólki og stjórninni allar mínar bestu kveðjur,” sagði Roy Keane
jááá´okei sææææælllll