Þegar ég bjó á Íslandi heyrði ég aldrei neitt um sænska landsliðið í fótbolta. Ég hélt að þeir væru mjög lélegir og bjóst ekki við því sem að ég kynntist þegar ég flutti til Svíþjóðar. Zlatan Ibrahimovic, Henrik Larsson, Fredrik Ljungberg, Andreas Isaksson og fleiri!!
Þetta eru einhverjir af heimsins bestu fótboltaleikmönnum og Zlatan Ibrahimovic sem er bara 23 ára og spilar alltaf inni á vellinum fyrir Juventus - jafnvel í staðinn fyrir Del Piero stundum!
Landsliðið spilar ótrúlega vel saman þrátt fyrir frekar leiðinlegt spil! Fyrir nokkrum vikum var sænska landsliðið í tíunda sæti af öllum landsliðum í heimi í röð fifa.com og landsliðið hafði skorað yfir 60 mörk á einu ári held ég og fengið á sig 5 held ég og eitt af þeim mörkunum var markið hans Eiðs Smára í 4-1 sigri Svíþjóðar á Laugardalsvellinum í Október 2004.
Svíþjóð er að berjast um sæti í HM í Þýskalandi og það lítur nokkuð vel út fyrir þá. Þeir unnu á móti Króatíu, Tékklandi og Íslandi. Það varð líka jafntefli þegar Frakkland og Svíþjóð mættust í vináttulandsleik og hvorki Zlatan Ibrahimovic né Henrik Larsson var með og Frakkarnir sögðu að þeir hefðu örugglega tapað annars!
Ég held að Svíþjóð komist langt í HM og sýni að þeir eru besta norðurlandaþjóðin í fótbolta og ein sú besta í heimi!
Hvað haldið þið annars?