Yfirlýsing frá Umboðsmanni Ronaldo

Umboðsmaður Cristiano Ronaldo sendi í kvöld frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna ásakana á hendur leikmanninum vegna nauðgunar. Tilkynningin birtist á vef umboðsmannins, gestifute.com.

Í kjölfar frétta í dag varðandi meinta ferðaskerðingu Cristiano Ronaldo í Manchester vegna yfirheyrslu lögreglu vegna yfirstandandi rannsókn á nauðgunarmáli er mikilvægt að eftirfarandi komið fram.

Fyrst og fremst - sú gæsla sem vísað er til í fréttum er formsatriði í breskum lögum og fyrirfinnst ekki í portúgölskum lögum. Sannleikurinn er sá að Cristiano Ronaldo hafði þegar komist að samkomulagi við lögreglu um að svara til saka í þessu máli í dag og fór þess vegna inn á lögreglustöðina af fúsum og frjálsum vilja.
Sá tími sem er liðinn síðan þeir atburðir sem til rannsóknar eru eiga að hafa gerst, þann 2. okótber síðastliðinn, gefur skýrt til kynna að yfirheyrslan í dag var hvorki óvenjuleg né áríðandi og er í raun algengt skref við rannsóknir.

Varðandi málið sem er til rannsóknar eru þær ásakanir sem lagðar hafa verið fram gegn Cristiano Ronaldo hreinn uppspuni. Eins og rannsóknin mun sýna fram þá eru þessar áakanir ekki byggðar á neinum trúverðugum gögnum og augljóslega afurð ímyndunarafls hinnar ungu konu, í von um að hagnast á því að láta málið niður falla fyrir væna þóknun.

Sú staðreynd að ungu konurnar lögðu ekki fram kæru fyrr en tilraunir þeirra til að selja fréttina til enskra dagblaða mistókust er ekki síður mikilvæg. Það sama má segja um þá staðreynd að ákærurnar voru upphaflegar settar fram af tveimur ungum konum og hefur önnur þeirra þegar dregið ákæru sína til baka, án nokkurra skaðabóta, vegna augljóss skorts á sönnunargögnum.

Það skal tekið fram að lögfræðingum leikmannsins í þessu máli, þeim James Chapman og Carlos Osório de Castro, hefur ekki eingöngu verið falið að sjá um vörn hans heldur einnig grípa til aðgerða gegn hverjum þeim sem reynir að nýta sér þetta mál til fjárhagslegs ávinnings.

http://manutd.is/welcome/index.php?aid=2110&id=7632