Steingrímur Jóhannesson, Fylkismaður, meiddist lítillega í viðskiptum sínum við Gunnar Einarsson, KR-ing, í bikarslagnum í gærkvöldi. Steingrímur harkaði af sér en fór svo útaf stuttu síðar. Meiðsli hans eru þó ekki alvarleg og hann verður tilbúinn í næsta leik í deildinni er Fylkir mætir FH á mánudagskvöld.



Dean Holden lék kveðjuleik sinn með Valsmönnum þegar þeir töpuðu fyrir Fram í bikarkeppninni. Holden hefur verið kallaður til æfinga með félagi sínu í Englandi, úrvalsdeildarliði Bolton, og heldur heimleiðis í dag.



CHE Bunce er enn meiddur og var ekki með Breiðabliki gegn ÍBV í Eyjum. Þorsteinn Sveinsson og Guðmundur Örn Guðmundsson koma aftur inn í vörnina eftir leikbann og Sævar Pétursson er tilbúinn eftir meiðsli en hann hefur misst af síðustu fimm leikjum Blikanna.



ÞAÐ bar til tíðinda í leik Stjörnunnar og FH að Hörður Magnússon kom ekki inn á sem varamaður en hann hefur komið inn á hjá FH í öllum sjö leikjum deildarinnar.



*ÓLAFUR Gunnarsson kom inn á í liði Stjörnunnar á 71. mínútu og minnti full hressilega á sig að mati dómarans og fékk gult spjald á 73. mínútu.



*BASEL, mótherji Grindvíkinga í Intertoto-keppninni, fékk háðuglega útreið í fyrstu umferð svissnesku deildarkeppninnar í gærkvöld. Basel sótti þá heim lið Sion og steinlá, 8:1. Basel vann Grindavík, 3:0, í fyrri leiknum síðasta sunnudag og sá seinni verður í Grindavík á sunnudaginn kemur.