Pavel Nedved, tékkneski miðjumaðurinn hjá Lazio, virðist vera um það bil að ganga í raðir Juventus. Í gær (4.júlí) flaug hann með vél á vegum Juve til Tóríno til að gangast undir læknisskoðun og þykir ljóst að hann mun verða í svart/hvítröndóttri treyju næstu tímabil ef sú skoðun gengur eðlilega fyrir sig.

En þá er mér spurn hvað Sergio Cragnotti ætlar sér með miðjuna hjá Lazio?! Veron+Nedved er allhressileg blóðtaka fyrir miðjuna hjá einu liði, og nú þegar Rivaldo hefur ítrekað þvertekið fyrir að vilja spila hjá Lazio verður áhugavert að sjá hver/hverjir munu hlaupa í skarðið.