Það er nú ekkert eðlilegt hvað stjórarnir hjá Parma eru röskir við að losa sig við alla toppleikmennina sína. Ég vissi ekki til þess að liðið væri í peningavandræðum en einhver hlýtur ástæðan að vera. Ég meina, svona gerir maður bara ekki! Og liðið í Champions League næsta vetur!!! Early exit þaðan er ég ansi hræddur um. Buffon til Juve, Amoroso til Borussia Dortmund, Thuram til Juve og nú er Conceicao staðfest orðinn leikmaður Inter Milan. Er eftir einhverju að bíða fyrir Fabio Cannavaro ?! Ég held ekki - hann verður orðinn leikmaður Roma áður en júlímánuður er búinn, sannið þið til!!!