Getur eitthvað lið verið með fimm framherja ? Arsenal keypti á dögunum Jeffers frá Everton og fyrir hjá liðinu eru Wiltord, Henry, Bergkamp og Kanu. Haldið þið að einhver verði seldur ? Það virðist ekki benda neitt til þess. Kanu er nýlega búinn að segja að hann vilji berjast fyrir sæti sínu í liðinu, Bergkamp skrifaði nýlega undir samning við Arsenal sem heldur honum þar til ársins 2004, Wiltord hefur sagt að hann ætli að vera á Englandi á komandi tímabili og Henry vill alveg örugglega ekki fara frá Arsenal. Hvernig á þetta eiginlega að verða ?