32 liða úrslit Coca-Cola bikars karla í knattspyrnu hófust í gærkvöldi með einum leik. Grindavík sigraði Leikni 1:4 og eru Grindvíkingar því komnir í 16 liða úrslitin. Í kvöld verða leiknir sjö leikir til viðbótar og má þar helst nefna viðureignir eins og Haukar – Valur, Reynir Sandgerði – Keflavík, KFS – Fylkir, Þróttur R. – KR og Selfoss – Fram en allir þessir leikir hefjast kl. 20.00 í kvöld.

<a href="http://www.toto.is/felog/leiknir“> Umfjöllun um leik Leiknis og Grindavíkur af heimasíðu Leiknis: </a>
Leikurinn var háður á hinum margrómaða heimavelli Leiknismanna Gettó Ground. Aðstæður voru mjög góðar, hlýtt, logn og völlur Leiknismanna góður miðað við hvernig hann hefur stundum verið. Múgur og margmenni fjölmennti til að sjá hið bráðskemmtilega Leiknislið kljást gegn Úrvalsdeildarliðinu Grindavík, sem stilti upp sínu sterkasta liði.

Leikurinn byrjaði róleg, hvorugt liðið var að flýta sér hið minnsta, en þó mátti greina einhvern taugaspenning í Leiknisliðinu en það átti seinna eftir að hverfa. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 6mínútu sirka, var boltinn semdur frá vinstri inn í teig Leiknismanna þar sem skotinn knái Paul McShane kom á nærstöng og laumaði boltanum framhjá Óla markverði Leiknis. Hefði getað byrjað betur fyrir Leiknismenn, Grindvíkingar réðu lögum og lofum á vellinum, þó án þess að valda markverðum usla í vörn Leiknismanna, en Leikni vantaði að halda boltanum betur inna liðsins, áttu Leiknismenn eitt markskot á fyrstu 25 mínútum leiksins. Annað mark Grindavíkur skoraði hinn hávaxni Sinisa Kekic eftir sendingu frá hinum breiða en knáa Scott Ramsey, kláraði Kekic færið mjög vel. Um þetta leiði voru Leiknismenn loks byrjaðir að láta að sér kveða sóknarlega, besta færi leiksins átti Einar ”yngri eftir skarpa sókna Leiknis sem byrjaði hjá Sævari rétt fyrir utan vítateig Leiknis, fékk hann boltann frá Sverri og lék á einn Grindvíkinginn og tók síðan á rás og þegar hann var kominn óáreittur við vítateigsbogann sendi hann yfir til hægri á Dodda sem var aleinn og sendi hann meistaralega fyrir markið beint á kollinn á Einari sem skallaði yfir úr dauðafæri. Grindvíkingar stjórnuðu leiknum fram að hálfleik þó án þess að fá einhver dauðafæri.

Seinni hálfleikur

Hann byrjði með látum, Grindvíkingar tóku öll völd og Leiknismenn sem voru ekki stilltirinn á rétta bylgjulengd fengu kalda vatsgusu strax eftir nokkurr mínútna leik, þegar Grétar Hjartason skoraði með skalla, 3-0 og útlitið fremur svart. Stuttu síðar fygdi síðan fjórðar og síðasta mark Grindavíkur en það var slysalegt en ekkert við því að gera nema reyna að klóra í bakkann og það gerðu Leiknismenn svo sannarlega, Robbi Arnars kom inná og virkaði það eins og vítamínsprauta fyrir framlínu Leiknis en á lokakaflanum fengu Leiknismenn urmul af færum Helgi Pjetur átti skot sem markvörður Grinadvíkinga varði með tilþrifum en þess ber að geta að um þetta leiti var Albert Sævarsson farinn af velli með höfuðmeiðsl. seinustu 20-25 mínúturnar stjórnuðu Leiknismenn leiknum og uppskáru gott færi þegar Robbi Arnars fíflaði varnarmenn Grindavíkur þar með talinn landsliðmanninn sjálfann Ólaf Örn Bjarnason en Robbi potaði boltanum einfaldlega hægra megin við hann og hljóp þvínæst vinstra megin, en markvörður Grindavíkur varði með góðu úthlaupi. Pétur átti síðan bylmingsskot frá vítateig eftir fyrirgjöf frá hægri en skot hans var varið meistaralega yfir. En Leiknismenn uppskáru þó eitthvað og var þar að verki Robbi “gonzales” sem skallaði botann yfir markvörð gestanna eftir fyrirgjöf frá Helga Pjetri, en þetta er fyrsti leikur Robba og um leið fyrsta markið hans í sumar og vonandi ekki það síðasta. Leikurinn var hin mesta skemmtun og lokamínúturnar voru spilaðar af mikilli hörku og hraða sem hleypti miklu lífi í leikinn. Leiknismenn getar unað vel við sitt því þegar litið er yfir heildarmyndina var þessi sigur fyllilega sanngjarn en var helst til stór miðað við færin sem Leiknismenn fengnu. Leiknismenn geta samt vel við unað og var gaman að sjá hversu margir lögðu leið sína á völlinn til að styðja Leiknismenn til sigurs en því miður þá gékk það ekki eftir núna.