Enski boltinn í haust - Getur þú séð hann?

Síminn ætlar að færa útsendingar á Enska boltanum af Skjá einum yfir á sérrás fyrir næsta keppnistímabil. Auglýst er að allir geti nálgast þessar útsendingar hvort heldur um sé að ræða ADSL eða Breiðband Símans. Því fer hins vegar fjarri að allir hafi aðgang að Breiðbandinu.


Þar af leiðandi eiga aðdáendur ensku knattspyrnunnar fáa aðra kosti en að gerast áskrifendur að ADSL þjónustu Símans svo þeir eigi möguleika á að horfa á leiki og annað efni sem tengjast liðum þeirra í Englandi á komandi vetri.


Áhugafólk um Enska boltann hefur því hrundið af stað undirskriftarsöfnun til þess að andmæla fyrrnefndri ákvörðun og hvatt Símann að bjóða þjónustuna um fleiri dreifikerfi. Það er erfitt fyrir fólk að breyta uppsetningu á netkerfum hjá sér. Þá eru margir með bindisamninga við önnur fjarskiptafyrirtæki og geta ekki kastað tugþúsundum króna út um gluggann til þess að losna undan samningi.


Hins vegar er auðvelt, tæknilega séð, að bjóða dreifingu á þessu merki til fleiri þjónustuaðilla en í kerfi Símanns.

Við sem kaupum netþjónustu af öðrum fyrirtækjum krefjumst því þess að fyrirtæki allra landsmanna þjóni öllum landsmönnum og veiti þeim aðgang að Enska boltanum með einföldum hætti.


http://enski.net/Forsida/Skraning/


Gerið það að skrá ykkur ;) Vér mótmælum öll!