Ólafur Gottskálksson í ótímabundið keppnisbann
Enska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað markvörðinn Ólaf Gottskálksson í ótímabundið keppnisbann fyrir að neita að taka lyfjapróf sem hann átti að gangast undir í janúar þegar hann lék með enska 2. deildarliðinu Torquay.

Ólafur er fyrsti knattspyrnumaðurinn sem er nafngreindur af Íþróttasambandi Englands síðan nýjar reglur um lyfjapróf gengu í gildi á síðasta ári og þá er hann fyrsti leikmaðurinn sem er settur í bann fyrir að mæta ekki í lyfjapróf síðan enski landsliðsmaðurinn Rio Ferdinand hjá Manchester United var dæmdur í átta mánaða keppnisbann fyrir að skrópa í lyfjapróf.


tekið af www.mbl.is