Ég var að pæla.

Hvar þarf liðið þitt nýja leikmenn og hvaða leikmenn viljið þið fá þangað.

Ég held að liðið mitt, Mancester United, þurfi miðjumann, varnar mann í miðja vörnina og það er pottþétt markmaður að koma til liðsins. Ég vill helst fá ungan markvörð til liðsins og helst frekar ódýrann, Markmennirnir sem ég mundi vilja sjá fara til liðsins eru:
1. Carlos Karmeni
2.Andreas Isaksson
3.Sebastian Frey

Ef man u kaupir góðan miðvörð eru þeir með fullkomna vörn. Satt að segja hef ég ekki hugmynd hvaða mann þeir eiga að kaupa í þessa stöðu, sá eini sem ég man eftir núna er Ledley King.

Þeir þurfa helst að kaupa miðjumann því Giggs, Keane og Scholes eru allir orðnir svolítið gamlir. Það væri fáránlega geðveikt ef við mundum kaupa Gennaro Gattuso því ef einhver er jafn þjóskur og harður til þess að taka við af Keane þá er Gattuso maðurinn í það. Ef Gattuso mundi ekki koma þá vild ég fá Shaun Wright Phillips, en hann er ný búinn að semja við Man c og það er mikið “óvinalið” hjá mörgum Man u aðdáendum þannig að þau kaup eru út söguni held ég.

Þetta eru allarvegana það sem ég mundi vilja fyrir man u í sumar. Það er samt valla í myndini að fá svona marga góða menn fyrir undir 20 milljónir punda, við þurftum þá að selja einhverja.

En nú spyr ég hverja mundir þú vilja fá til þíns liðs og hvaða menn á liðið þitt að selja?
“Why can't we just get along”