Sælir

Undanfarið hafa nokkuð margar greinar farið í gegn sem eru Copy/paste. Það skrifast algjörlega á mig, því ég hef ekki gefið mér nægan tíma til að fara yfir greinarnar. Lít aðallega yfir það hvort það sé eitthvað efni á þeim, og svo samþykki eða hafna. Leit þannig á að þeir sem væru að senda inn greinar væru að gera það af heilindum.
Ég mun ekki breyta miklu í mínu vinnulagi, því ég tel að það eigi ekki að þurfa að vera lögga á svæðinu. Því samþykki ég mikið sem ég les ekki staf fyrir staf.

Notendanöfn þeirra sem hafa eignað sér efni annarra hafa verið send vefstjóra, og svo verður áfram.

Kveðja
Eggert Sæmundsson