Tveir leikmenn Símadeildarinnar í knattspyrnu hafa verið sendir í leikbann sökum brottreksturs. Þeim Magnúsi P. Gunnarssyni, Breiðabliki, og Aleksandar Ilic, ÍBV, en þeir hlutu brottrekstur í leik liðanna í fyrstu umferð. Þá var einn leikmaður 1. deildar, Stjörnumaðurinn Benedikt B. Hinriksson, einnig sendur í bann vegna brottreksturs sem hann hlaut í leik gegn Tindastóli á dögunum. Þar sem Stjarnan fékk alls sjö áminningar í þeim leik hefur aganefnd KSÍ gert þeim að greiða heilar tvö þúsund krónur í sekt. (Tvö þúsund krónur…)