Það lýtur þannig út og þeir eru búnir að spila geðveikt vel í byrjun þessa árs. Unnu Real Madrid í gær. Held það hafi verið 2-0 en ég hætti að horfa þegar það voru svona 15 mínútur eftir þannig að ég er ekki viss.
Real Madrid eru líka alveg að detta niður. Það var talað um að Luxemburgo mundi rífa liðið upp sem að það leit líka út fyrir og þeir voru að vinna leik eftir leik en núna eru þeir búnir að tapa 2 leikjum í röð á móti Atl. Bilbao og La Corunia. Real eru reyndar með marga meidda leikmenn eins og Salgado og Raúl.
Ég hefði aldrei giskað á að leikurinn í gær mundi fara 2-0 en í kvöld eru svo 2 leikir sem ég ætla að horfa á: Atlético Madrid - Real Sociedad þar sem að ég held að Atlético eigi eftir að vinna eins og 3-1. Ég held þeir eiga eftir að vinna því þeir eru komnir í gang núna og Fernando Torres er byrjaður að skora aftur. Svo eiga Atlético líka heimavöll í kvöld og Sociedad eru ekkert voðalega í gangi og núna er Nihat ekki með sem er örugglega besti leikmaður Sociedad. Svo seinna ætla ég að horfa á Valencia - Betis þar sem að ég held að það verði jafntefli 2-2.

Kv. StingerS