Er einhver búinn að fylgjast með heimsmeistarakeppninni í innanhús fótbolta eða futsal eins og það heitir? Þetta er búið að vera í gangi núna í nokkrar vikur en eftir minna en klukkutíma (þegar ég skrifa þetta) eru úrslitin milli Ítalíu og Spánar (sýnt á eurosport).
Mér finnst þetta helvíti skemmtilegt útaf því hversu hratt þetta er (boltinn stopppar nánast aldrei) og svo eru mörkin alltaf svo geðveikt flott því að þessi íþrótt snýst mikið um tækni og hvernig maður getur opnað vörn hins liðsins.
Ég vona að fólk hafi tekið eftir þessu og þetta er að verða mjög vinsælt í heiminum og sem dæmi get ég sagt að það eru til um það bil 1 milljón atvinnu fótbolta leikmenn í ítalíu en 4 milljónir atvinnu futsal leikmenn.

Kv. StingerS