Mér finnst margir hlutir vera mjög mikilvægir til þess að verða góður fótboltamaður en ég held að þeir 3 mikilvægustu séu þessir:

1. Sjálfstraust.
Maður verður að trúa á sjálfann sig og segja að maður geti eitthvað. Fyrir svona 2 árum kunni ég geðveikt vel á boltann og þegar ég var að æfa einn eða með vini að þá leit út eins og ég var geðveikt góður en þegar ég fór að spila leiki komst ég aldrei framhjá neinum og komst bara ekkert áfram útaf því að ég þorði ekki. Sjálfstraustið var ekki gott.

2. Boltahæfileikar.
Auðvitað verður maður að vera með hæfileika í fótbolta og geta skotið vel og geta hreyft sig vel með boltann þannig að hann fari ekki bara eitthvert útí buskann.
Ég lýt samt á sjálfstraustið sem mikilvægari hlut því að það eru meiri líkur á að þú getur eitthvað með gott sjálfstraust og enga boltahæfileika heldur en með góða boltahæfileika en ekkert sjálfstraust. Ég þekki þetta af eigin raun.

3. Skapið.
Manni verður að finnast fótboltinn skemmtilegur og maður getur ekki bara litið á þetta sem eitthvað verkefni sem þarf að reyna að komast í gegnum. Ef manni finnst fótboltinn skemmtilegur er maður líklegri til þess að þora og sjálftraustið á eftir að virka. Gott dæmi er að sjálfsögðu hann Ronaldinho sem að brosir, sama hvað gerist.

Á eftir þessum hlutum koma svo hraðinn, þolið og allt þetta en ég lít á þessa hluti sem þá mikilvægustu.
Gagnrýnið endilega!!

Kv. StingerS