Nú þegar Stóra Þorsteins Gunnarssonar Málið er að hverfa í gleymsku (hver sagði heimsku??) þá verður manni hreinlega orðfall.

Ég slysaðist inná Sýn núna rétt í þessu í tilefni af því að Super Bowl er að nálgast.

Viti menn, er ekki rúmmlega klukkustundar þáttur um leið liðanna sem keppa í úrslitum.

Fínt dæmi, gæti maður sagt við sjálfan si. Nema hvað, hvað er þetta????? Þátturin er allur á ensku, eingöngu bandarískir þulir, lýsendur og hvaðeina. Í öllum þættinum var ekki ein stuna á Íslensku og ekki ein lína af texta á því ástkæra ylhýra þegar Amerísku lýsendurnir dældu yfir okkur eitruðum setningum á ensku.

Voru ekki Sýnarmenn að blása sig út í öllum fjölmiðlum um helgina um hvað þeir myndu aldrei láta íþróttaefni fara frá sér án þess að íslenskan væri í hávegum höfð!!??

Ég veit að þarna var ekki um beina útsendingu að ræða hjá Sýn, en gilda þessi lög ekki fyrir allar útsendingar, beinar sem óbeinar.

Hvers vegna stendur á því að Sýn leyfir sér að sýna þátt þar sem lýsingin á leikjunum er ekki textuð en Skjár 1 má það ekki??

Spurjið ykkur að því…………..

(Btw, ég veit að þulurinn í þættinum var textaður, en lýsendurnir af leikjunum voru það ekki. Rétt eins og ákæra Sýnar var um.)