ég er núna að kvarta undan því hvað það er mikil dýrkun á honum Eiði í sjónvarpinu.

Ég veit að hann er íslenskur, langlanglanglangbestur og allt það en kommon !

það er sama hvað hann gerir það er allt svo flott, vel útfært og úthugsað. Og svo gerist oft að lýsendur eru að afsaka manninn fyrir að gera mistök og eithvað þannig.
Hann gefur kannski stungusendinu en hún er of föst og boltinn fer útaf og þá segja lýsendur: “hann Duff var ekki nógu snöggur af stað þegar sendingin frá Eið kom”

svo skorar hann algjört grísamark og þá er það þvílík snilld og allt !!!!

Hann er góður en enginn er svo góður…