Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger hafa lofað að grafa stríðs öxina og hætta umsvífa laust að skjóta hvor á annan í fjölmiðlum, allavega fram yfir 1 febrúar.Knattspyrnusambandið og lögreglan á Englandi sendi út fréttatilkynningu um að þeir félagar ætti fyrir allra muni að hætta þessari vitleysu strax ef ekki verra hlýtur af. Liðin mætast á Highbury 1 febrúar.


Yfirlýsing frá bæði Arsenal og Manchester United kom út á sama tíma en forráðamenn félagana sátu á fundi og fóru yfir þessi mál. Yfirmaður úrvalsdeildarinnar, Richard Scudamore er sagður vera himin lifandi með að þetta sé komið í höfn. Í yfirlýsingunni segir að hvorugur stjóranna muni tjá sig fyrr en eftir að leik er lokið þann 1 febrúar sjái þeir ástæðu til þess.