Ég var að enda við að horfa á La liga leikinn milli Barcelona og Real Sociedad. Leikurinn bauð ekki uppá mikið í fyrsta hálfleik og í byrjuninni á öðrum hálfleiknum. Barcelona var nærrum því allan tímann með boltann en Sociedad var samt með bestu færin. Þetta var útaf því að Barcelona komst alltaf með boltann inní teig og í gott færi en alltaf náðu þeir að klúðra boltanum. Örugglega útaf því að þeir þora ekki og voru ekki með nógu gott sjálfsöryggi.
Þetta er eitthvað sem að Henrik Larsson er með finnst mér og í þessum leik fannst mér hann vanta algjörlega. Ekki gott að hann er skaðaður!!
Leikurinn endaði annars 1-0 eftir skallamark af Eto'o í endann á leiknum.
Jæja, má ekki missa af Real Madrid - Zaragosa þannig að bless!!

Kv. StingerS