Hingað til hefur verið talað um Reykjavíkurstórveldin þrjú sem KR, Val og Fram. KR er hins vegar hið eina þessara liða sem haldið hefur velli í gegnum tíðina. Valur féll í fyrsta skiptið í hitteð fyrra og í fyrra hengu Framarar í úrvalsdeildinni á markatölu. Í flestum spám er þessum tveimur liðum spáð falli í ár. Sjálfum finnst mér það alls ekki ólílklegt. Það er því ekki ólíklegt að í Símadeildinni 2002 verði Reykjavíkurliðin tveimur færri. Mörgum kann að finnast það leiðinlegt og ekki að ástæðu lausu. Þessi lið setja óneitanlega ákveðinn brag á keppnina og má búast við því að hún verði tómleg án þeirra.

Hvert er ykkar álit á málinu?