Florentino Perez forseti Real Madrid hefur beðið umboðsmann Fernando Morientes um að bíða aðeins með að hefja samningaviðræður við önnur lið. Allt útlit hefur verið fyrir að Morientes fari frá Real og Liverpool er þá líklegasti áfangastaðurinn.

Leikmaðurinn hefur sjálfur sagt að hann vikji fara þangað en Newcastle sem og lið í Frakklandi hafa einnig verið orðuð við framherjann. En með ráðningu Wanderley Luxemburgo virðist allt vera komið í biðstöðu eins og Gines Carvajal umbosmaður Morientes sagði í dag:

“Forseti Real Madrid hefur beðið okkur um að bíða aðeins af því að hann vill fá að vita hvað nýji þjálfarinn vill. Við ættum að fá ákvörðun frá honum í þessarri viku.

Við höfum ekki hafið samningaviðræður ennþá en það er rétt að mörg lið hafa hringt í okkur og spurts fyrir um Morientes. Líklegasti áfangastaðurinn er enska úrvalsdeildin eða Frakkland ef hann fer frá Spáni.”

Real Madrid neituðu 3,5 milljón punda tilboði Liverpool í Morientes sem er 28 ára gamall