Argentínski lansliðsmaðurinn Pablo Aimar vill fara frá Valencia og til Liverpool.AS blaðið á Spáni segir að leikmaðurinn hafi farið á fund með forráðamönnum Valencia og tjáð þeim hug sinn. Leikmaðurinn er sagður vera óánægður með Claudio Ranieri, stjóra liðsins og vill komst af hjá sínum gamla stjóra Rafa Benítez.


Valencia mun að öllum líkindum hlusta á tilboð í leikmanninn en hann er launahæsti leikmaður félagsins um þessar undir. Spurningin er sú hvernig Valencia tekur á móti sínum fyrrum stjóra Rafael Benítez þegar hann sendir tilboðið því eins og allir vita þá telja Valencia menn að hann hafi gengið á baka orða sinna þegar hann fór til Liverpool. En viðskipti eru viðskitpi og hverjum er ekki sama um einhverjar gamlar deilur þegar þau eru annarsvegar?