Ég er 13 ára (æfi reyndar fótbolta) og ég held með Tottenham. Venjulega eru Tottenham leikir ekki sýndir eða þá seint á mánudagskvöldum (segja mamma og pabbi) eða kl. hálf ellefu og ég á að vera farin að sofa þá :( Annars horfi ég eiginlega bara á Arsenal því að þar eru nokkrir geðveikt sætir, sérstaklega Pires samt, sem er gaman að fylgjast með hlaupa og þannig. En það er náttla líka gaman að horfa á hvað þeir eru góðir. Ég skil ekki það er eins og þeir séu með bara allar gabbhreyfingar og allt prentað inní hausinn á sér og þurfi ekki einu sinni að hugsa hvað þeir eigi að gera næst. Það er nákvæmlega andstæðan við mig. Svo er alltaf gaman að horfa líka á eftir leikina þegar þeir eru að fagna og þannig og fara úr bolunum og eikka. Ég horfi líka á þanna þættina þegar það er talað um leikina því það er geðveikt að hlusta á Henry tala. Það er ekki eðlilegt hvað maðurinn hefur geðveika rödd og hreim!