Enska knattspyrnufélagið Leeds United telur sig hafa fundið fordæmi sem geti gert það að verkum að Gylfi Einarsson geti byrjað að spila með því í 1. deildinni strax um næstu mánaðamót ekki um áramót eins og reglur FIFA kveða á um. Kevin Blackwell, knattspyrnustjóri Leeds, sagði á vef félagsins í gær að hann vissi um tvo norska leikmenn sem væru byrjaðir að spila í Hollandi þó þeir hefðu leikið í Noregi til loka tímabilsins þar.