Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan hefur sagt að hann vilji Mark Viduka hjá Leeds og ætli að bjóða 20 millur í pundum. Hann segist ekki ætla að reyna við Owen eða Beckham sem virðast báðir ætla að skrifa undir hjá sínum liðum ( er Owen ekki búinn að því)?
Talsmaður Berlusconi sagði að forgangsatriði væri að ná Viduka áður en Inter eða Roma gerðu það. Peter Ridsdale, stjórnarformaður Leeds segir ekkert tilboð hafa komið er ekkert of hrifinn af þessum hugmyndum ítalana en ef slegist yrði um pilt yrði erfitt að halda honum, sérstaklega þar sem hann fengi 60 þús pund á viku hjá AC Milan. Ef Viduka fer vil ég fá Gaisco Mendieta frá Valenciu í staðinn.Hugsanlega Nedved. Viduka er býsna mikilvægur fyrir Leedsarana og má gjarna vera.